Það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur undanfarið í skólanum. Fyrir utan verkefnavinnu þá erum við búin að vera í fyrirlestra-törn og ótrúlega mikið lesefni fyrir hvern tíma og oft á tíðum heimaverkefni eftir tímann. En nú er betri tíð framundan. Ekki það að skólavinnan eigi eftir að minnka eitthvað, heldur er að taka við törn af tónleikum og uppákomum! :D Hérna er það sem er planað hjá okkur Ósk í október og nóvember:
19. okt: An Evening with SigurRós
24. okt: Muse í Forum
7. nóv: Arcade Fire í KB-Hallen
21. nóv: Ísland - Danmörk, EM-forkeppni í Parken
26. nóv: Múm á Lille-Vega
An Evening with SigurRós er núna á föstudaginn, þá verður myndin
Heima sýnd en á undan því spilar SigurRós nokkur lög fyrir áhorfendur. Ísland - Danmörk í EM undankeppninni verður örugglega virkilega gaman því við Ósk ætlum að fjölmenna með slatta af Dönum úr deildinni okkar. Þannig að þið leitið að okkur í dönsku stúkunni, eina fólkið með íslensku litina! Úff, ef við vinnum þá erum við í vondum málum.
Fyrir utan allt þetta erum við búin að kaupa miða á The Cure 13. febrúar! Þannig að við ætlum heldur betur að verðlauna okkur fyrir allt stritið. Það er líka miklu ódýrara að fara á tónleika hérna heldur en á Íslandi, þannig að auðvitað nýtir maður tækifærin þegar þau gefast. :)
Magggi.