mánudagur, ágúst 30, 2004

Þvílík og önnur eins endeimis vitleysa...

Það er ekki af manni skafið. Ég er búinn að vera að hringla í þessu símanúmera veseni en þetta komst loksins á hreint núna um helgina. Ég sendi semsagt alveg fullt af fólki vitlaust símanúmer! Sko málið er að ég var ekkert búinn að nota númerið mitt fyrstu vikuna eftir að ég keypti mér kortið því síminn minn var læstur. Svo var ég í skólanum og ekki með númerið hjá mér þegar mér tókst að aflæsa honum. Ég mundi ekki hvort númerið mitt endaði á 25 eða 26 þannig að ég brá á það ráð að hringja í bæði númerin. Alltaf þegar ég hringdi í 26 þá var á tali en ekki þegar ég hringdi í 25. Auðvitað dró ég þá ályktun að númerið mitt endaði á 26 því það á að vera á tali þegar maður hringir í sjálfan sig. En neeeiii... ekki í Danmörku. Ef ég hringi í 25 þá kemur ein hringing og svo talhólfið mitt og ég er svo heppinn (eða þannig) að það er bara alltaf á tali þegar maður hringir í 30 58 13 26!! Alveg ótrúlegt. Þannig að ég biðst afsökunar ef þetta hefur valdið einhverjum óþægindum, mér þykir þetta mjög leiðinlegt. Þannig að núna er hægt að ná í mig í þessu blessaða númeri sem er:

+45 30 58 13 25
Annars er allt gott að frétta. Ég var einn heima í kotinu um helgina því Rebekka brá sér í heimsókn uppí sveit. Ég kíkti niður í bæ í heimsókn til vina minna á föstudags og laugardagskvöld og kom ekki heim fyrr en um morgun og skemmti mér mjög vel. Það er alveg fullt af skemmtilegu fólki hérna og ég er búinn að kynnast mörgum, aðallega Íslendingum (enda helmingurinn af nemendunum hérna frá Íslandi). Ég verð duglegri að skrifa og skrifa meira þegar við fáum nettenginu en það verður ekki alveg strax. Það tekur víst alveg nokkrar vikur og við sóttum ekki um fyrr en í dag. Vonandi eru allir hressir heima, kveðja,
Maggi.
blog comments powered by Disqus