fimmtudagur, júlí 14, 2005

Roskilde = SNILLD!!!

Já, ég er enn á lífi. Hróarskelda var æðisleg eins og við var að búast. Geggjað veður, geggjað fólk, geggjaðir tónleikar. Ferðasagan kemur seinna. Síðan þá er búið að vera brjálað að gera! Vinna, vinna, vinna og djamma þess á milli. Núna um helgina verður haldið uppá 23ja ára ammælið mitt með pompi og prakt! Sú saga kemur líka seinna. Ég er mjög þreyttur eftir alla þessa vinnu, meira en tólf tímar á dag í hellulögn! Það tekur á. Vonandi á ég þá einhvern pening eftir sumarið þótt maður verði stutt hérna heima á klakanum.

Það sem er helst í fréttum að ég var að panta mér myndavél núna rétt áðan! Fæ hana í hendurnar eftir tvær vikur. Það verður mikil hamingja eftir myndavélaleysi síðan í apríl. Ég tók heilar níu myndir á Hróarskeldu á Polaroid myndavélina mína! Þær hefðu líklegast verið níu hundruð ef ég hefði haft stafræna. :) Ég skrifa allt um þessi ævintýri mín seinna! Þangað til þá, hafið það gott.
Maggi.
blog comments powered by Disqus