Já ég er kominn aftur til Jótlands, í heimabæ minn Kolding. Hingað kom ég fyrir tæpri viku síðan og er búinn að flytja inní nýja íbúð og byrja í skólanum og svona. Nú bý ég á Helligkorsgade sem er göngugata í miðbænum, og því sutt að fara ef mann langar í... tjah næstum hvað sem er. Hvort sem það eru nýjir skór eða pizzusneið eða öllari á barnum. Hér bý ég með skólafélögum mínum, þeim Þolla, Ægi og Snorra. Herbergið mitt er stórt og fínt, og snýr út að göngugötunni sem er bæði kostur og ókostur. Gaman að horfa á mannlífið og vera partur af miðborginni með risa glugga sem snýr útá götu, en það getur verið pirrandi að fá skarkalann innum gluggann þegar mann langar mest að sofa.
Planið mitt er að blogga um það sem ég gerði í sumar þótt það verði ekki nema örfáar línur um stærstu hlutina. Þessar færslur munu líta dagsins ljós einn slæman veðurdag, því þegar veðrið er gott vill maður vera úti í sólinni. Það verður ekki alveg strax því það er spáð mjög góðu veðri næstu daga! Í mjög stuttu máli fannst mér sumarið mitt alveg frábært frá A til Ö. Ég er mjög þakklátur fyrir það hvað er gaman að vera ég og ég vona að þessi tilfinning mín sé ekki að fara neitt!
Núna ætla ég að leggjast uppí rúm og hlusta í fyrsta sinn á nýju SigurRósar plötuna sem heitir því stutta og laggóða nafni, "Takk...". Hún datt uppí hendurnar á mér í dag því hún lak á netið nokkrum vikum fyrir útgáfudag. Að sjálfsögðu fer ég beint útí búð og kaupi hana þegar hún kemur út, en það er gaman að fá að hlusta strax. Takk.
Magnús Sveinn.
E.s: Ég er kominn með nýtt símanúmer því ég týndi SIM-kortinu mínu (enn einu sinni) og það er +45 6032 7444.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum