þriðjudagur, júlí 04, 2006

Heim í Heiðardalinn

Sumarblíða = Lárétt rigning í Reykjanesbæ. Já ég er kominn heim og veðurguðirnir hafa bryddað uppá þeirri skemmtilegu nýjung að leyfa dropunum að falla lárétt. Það er nú bara hressandi, það þýðir að loftið er tært og ryklaust og maður getur klætt sig í uppáhalds peysuna sína án þess að deyja úr hita. Ef maður tekur líka með sér stóran ruslapoka þegar maður fer út þá kemst maður leiðar sinnar án þess að labba eða nota farartæki! Einkar skemmtilegt. Mæli með að þið prófið það.
Maggi.
blog comments powered by Disqus