Íbúðaleit er nú í algleymingi... aftur. Það þýðir ekki að láta bilbug á sér finna heldur láta hendur standa fram úr örmum og láta ekki deigan síga. Við höfum fengið jákvæð svör síðustu þrjá daga en það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Alltaf virðist sú staðreynd að við séum fjögur saman fara eitthvað vitlaust ofaní fólk. Það er erfitt að finna íbúð fyrir fjóra í Köben, hvað þá fjögur ungmenni. Fordómar gagnvart ungu fólki virðast blómstra í Danmörku rétt eins og á Íslandi og við höfum heldur betur fengið smjörþefinn af því.
Helgin var góð, þrátt fyrir mikla mannmergð á laugardeginum eins og við var að búast. Við fórum út á bát til að sjá flugeldasýninguna, ég þakka Elvu Söru gott boð. Það var mjög skemmtilegt og ég náði fínum myndum af sýningunni.
Kona
Stelpa dagsins: Ósk. :)
Þegar þetta er skrifað er vika í brottför til Danmerkur. Tilhlökkunin lætur bíða eftir sér þar til við fáum íbúð, sem gerist vonandi fljótlega... aftur.
Maggi.