fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Gestagangur

Það er heldur betur nóg að gerast á Edelsmindevej þessa dagana. Síðustu helgi voru Einar Þorgeirs og Birna kærastan hans í heimsókn hjá okkur og það var mjög skemmtilegt. Oftar en ekki rammíslensk gítarstemning og fjör. Þau fóru aftur á klakann á mánudaginn en þá tóku við Jóhann Már, Bebba og Hjörleifur! Þau eru búin að lifa í vellystingum hér í Köben og hafa tekið veitingastaðinn Kalaset ástfóstri. Það er reyndar ekkert skrítið þar sem það er ótrúlega góður matur þar.

Stuttu eftir að við vorum búnir með lokaprófið urðum við strákarnir í hópnum varir við það að vídjóið sem ég gerði fyrir Bomberman verkefnið var orðið ansi vinsælt á netinu. Einhver hefur greinilega séð vídjóið og haldið að gefa ætti leikinn út! Þannig komst vídjóið inná GameTrailers.com og þar stóð að útgáfudagur væri ekki vitaður á þessum nýja Bomberman leik. 65 þúsund manns sáu vídjóið á nokkrum dögum á þessari síðu og við fylgdumst spenntir með tölunni hækka.

Það linkuðu líka margir á YouTube.com þar sem vídjóið var staðsett líka og 41 þúsund manns hafa séð það þar. Ef maður googlar Bomberman Evolved þá getur maður fundið yfir 20 leikjasíður á hinum ýmsu tungumálum, sumar risastórar, sem hafa fjallað um leikinn. Margar þeirra hafa comment kerfi og við höfum fengið ótrúlega góð comment frá allskonar fólki. Flestir vilja prófa leikinn og finnst þetta geggjuð hugmynd. Ótrúlega gaman að fá svoleiðis undirtektir, sérstaklega hjá fólki sem skoðar svona leikjasíður og er greinilega mikið inní svona málum. Þannig að það hafa yfir 100 þúsund manns séð vídjóið sem ég vann einn frá byrjun til enda! Maður verður nú bara að monta sig pínulítið af því. :)

Annars er allt gott að frétta af okkur, nýja önnin komin á skrið og okkur líst bara vel á þetta allt saman. Önnin snýst um sensors annars vegar og audio design hins vegar. Hópurinn minn gerir líklega aftur nýja leið til að stjórna tölvuleik, en það hefur reynst okkur erfitt að komast að niðurstöðu um hvað okkur langar að gera. Sama hvað það verður þá verður þetta eflaust mjög áhugaverð og skemmtileg önn eins og sú fyrsta.
Maggi.
blog comments powered by Disqus