Svo mæltu Stebbi og Eyfi og voru eflaust að tala til mín og Óskar. Við förum til Danmerkur næsta sunnudag til að takast á við þriðju önnina okkar í Medialogy. Við höfum reynt hörðum höndum allan mánuðinn að redda okkur íbúð í Köben og það var ekki fyrr en núna um helgina að við höfðum erindi sem erfiði. Og gott betur en það! Við fengum æðislega íbúð, ódýra, á fínum stað. Það er hægt að sjá myndir af íbúðinni hér á robinhus.dk og hægt er að sjá staðsetningu hennar með hjálp findvej.dk. Það er virkilega almennilegur gaur sem á hana og vildi hjálpa einhverjum góðum stúdentum með því að leigja ódýrt á meðan hann reynir að selja íbúðina. Jon vinur okkar úr skólanum fór og spjallaði við hann og skrifaði undir samning í okkar nafni, þannig að allt er klappað og klárt!
Eini ókosturinn er nafnið á hverfinu og götunni. Það er ekki nóg með að við búum í Rødovre, þá búum við á Rødovrevej! Og fyrir þá sem ekki vita, þá er mjööög erfitt að segja Rødovre með réttum dönskum hreim! Það er ekki sjens að Danirnir skilji okkur ef við segjum þetta með íslenskum hreim, þannig að við erum í vondum málum ef við ætlum að taka leigubíl heim til okkar. Ósk stakk uppá því að við búum okkur til plöstuð kort með heimilisfanginu okkar á! Ætli það sé ekki besta lausnin.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum