mánudagur, september 17, 2007

Netið heim

Ég er reyndar í skólanum að blogga núna, en við erum komin með netið heima! Og því ekkert til fyrirstöðu að við getum verið á Skype eða MSN þegar við eigum að vera að læra. :)

Við eigum enn eftir að snurfusa pínulítið í íbúðinni áður en við tökum myndir af öllu og setjum á netið.

Við erum ekki enn komin með sjónvarp en það er á dagskrá að kaupa eitt slíkt. Við erum þó með skjávarpann og höfum horft á nokkrar bíómyndir síðan við komum út og merkilegt nokk þá hafa flestar þeirra verið virkilega góðar.


Reign Over Me

Adam Sandler fer á kostum í þessari frábæru mynd sem er þó langt frá því að vera týpísk "Sandler-mynd". Lýsingin á myndinni á imdb.com er á þessa leið: A man (Sandler) who lost his family in the September 11 attack on New York City runs into his old college roommate (Cheadle). Rekindling the friendship is the one thing that appears able to help the man recover from his grief.


Knocked Up

Sáum þessa í gærkvöldi. Mjög fyndin, eða fíluðum við Ósk amk húmorinn í henni í tætlur. Tekur sig ekki of alvarlega. imdb.com: or fun loving party animal Ben Stone, the last thing he ever expected was for his one night stand to show up on his doorstep eight weeks later to tell him she's pregnant.


Hot Fuzz

Snilldar grínmynd frá gaurunum sem gerðu Shaun of The Dead. imdb.com: Jealous colleagues conspire to get a top London cop transferred to a small town and paired with a witless new partner. On the beat, the pair stumble upon a series of suspicious accidents and events.

Skrifa kannski um fleiri myndir síðar, en ég mæli amk hiklaust með þessum þremur. :)

Maggi.
blog comments powered by Disqus