mánudagur, maí 26, 2008

Lokaverkefni

Jæja! Bloggiblogg!

Það er brjálað að gera í skólanum nú þegar endamarkið nálgast. Við skilum lokaverkefninu okkar þann 4. júní. Svo er það eitt stykki Bachelor lokapróf þann 16. júní og útskrift 27. júní! Ég kem svo heim 9. júlí eftir að hafa kíkt á Roskilde. Bara ef einhver hefði áhuga á dagsetningunum sem skipta máli á næstunni hjá mér. :)

Lokaverkefnið gengur bara vel, við prófuðum það á föstudaginn og fengum virkilega góð viðbrögð. Fyrir þá sem ekki vita (og ætli það séu ekki flestir) þá gerðum við tölvuleik sem veit hvernig spilandanum líður! Þetta hugtak kallast Affective Gaming og er virkilega áhugavert. Það er reyndar ekki komið svo langt að við getum látið tölvuna vita hvernig þér líður, en í þessu verkefni mældum við vöðvaspennu í höndum spilandans og fengum þannig upplýsingar um hversu afslappaður eða æstur spilandinn var. Ef fólk varð of æst þá hægði leikurinn á sér til að fólk gæti komist áfram auðveldlega, og ef fólk var of afslappað þá fór leikurinn hraðar til að fólki leiddist ekki. Fólkið sjálft vissi ekki að leikurinn væri að stjórnast af því hvernig því leið, það átti bara að fá á tilfinninguna að það væri gott "flæði" í leiknum, og það heppnaðist mjög vel samkvæmt niðurstöðum föstudagsins.

Í viðbót við þetta, til að láta fólk hafa sterkari viðbrögð við leiknum, þá létum við fólkið klæðast vesti sem gaf því "haptic feedback", þ.e.a.s. bætti við snertiskynjun í leikinn. Ef leikmaður klessti á óvini þá fékk hann vægt högg frá vestinu, og ef leikmaður dó þá fann hann fyrir því bæði á bringunni og bakinu með potum frá vestinu. Fólki fannst þetta virkilega skemmtielgt og áhugaverð viðbót við leikinn. Leikurinn sjálfur er mjög einfaldur, takmarkið er að komast upp allt borðið með því að hoppa á milli palla og forðast óvini og hindranir. Neðst á skjánum er vatn og vatnsborðið hækkar smám saman og ef maður er ekki nógu fljótur þá dettur maður í vatnið. Vatnið fór semsagt hraðar eða hægar eftir því hversu æst fólkið var þegar það spilaði.

Endum þetta á snilldar Youtube vídjói frá Weezer.



Ef þú vilt sjá öll vídjóin sem var vísað í þá eru þau hér.
blog comments powered by Disqus