þriðjudagur, september 23, 2008

Risakisi

Við Ósk erum bæði miklar kisumanneskjur og söknum þess að eiga kisu. Ef við myndum fá okkur kisu hér úti myndi kosta um 200 þúsund að flytja hana heim, og ekki myndum við vilja skilja hana eftir. Því auglýstum við á nokkrum vefsíðum hér í Danaveldi eftir kisu til að passa í nokkra mánuði. Nokkrum dögum síðar fengum við svar! Kisueiganda vantaði einhvern til að passa kisuna hennar þar til í mars því þá flytur hún í húsnæði þar sem hún getur haft kisuna. Þannig að eftir eina viku fáum við til okkar kisu sem verður hjá okkur þar til í mars! :)

Kisan er strákur og heitir Bandit. Hann er fimm ára og er risastór eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan! Við hlökkum mikið til að hafa kisu á heimilinu, þótt við fáum ekki að eiga hana.

Maggi.

blog comments powered by Disqus