miðvikudagur, mars 25, 2009

Here's looking at you, blog

Ég tók mig til og breytti blogginu mínu. Hér í den gerði ég það frekar reglulega, en það hefur fengið að halda sér í svipaðri mynd í nokkur ár. Eftir að maggi.tk nafninu var stolið síðasta vor hef ég lítið nennt að blogga en ég ætla að reyna að breyta því. Það eru kannski einhverjir heima á klakanum sem eru forvitnir um hvort íslenskir námsmenn svelti heilu hungri í Danaveldi eða hvort við náum að skrapa saman aurum fyrir leverpostej svo við getum fengið okkur smá smörrebröd. Kannski verður líka skemmtileg nostalgía að lesa gamlar færslur eftir nokkur ár.

Við erum í skemmtilegum tímum þessa önnina í skólanum. Einn þeirra er vídjóvinnsla (Advanced Audiovisual Production) þar sem við hlaupum um ganga skólans með flottar vídjóvélar og þykjumst vera kvikmyndagerðarmenn. Útkoman er svona upp og ofan en yfirleitt er mjög gaman bæði að skipuleggja, taka upp og klippa myndirnar. Nýjasta afurðin er mynd sem við ákváðum að kalla Fjórir eða FOUR. Í henni er sögð saga með fjórum myndavélum, en öll myndskeiðin sjást allan tímann á skjánum. Hljóðið er notað til að leiða áhorfandann að því sem er merkilegast í sögunni hverju sinni. Hér er útkoman. Athugið að það er hægt að horfa á myndina í háskerpu með því að smella á HD hnappinn á spilaranum.


Maggi.
blog comments powered by Disqus