Við erum í skemmtilegum tímum þessa önnina í skólanum. Einn þeirra er vídjóvinnsla (Advanced Audiovisual Production) þar sem við hlaupum um ganga skólans með flottar vídjóvélar og þykjumst vera kvikmyndagerðarmenn. Útkoman er svona upp og ofan en yfirleitt er mjög gaman bæði að skipuleggja, taka upp og klippa myndirnar. Nýjasta afurðin er mynd sem við ákváðum að kalla Fjórir eða FOUR. Í henni er sögð saga með fjórum myndavélum, en öll myndskeiðin sjást allan tímann á skjánum. Hljóðið er notað til að leiða áhorfandann að því sem er merkilegast í sögunni hverju sinni. Hér er útkoman. Athugið að það er hægt að horfa á myndina í háskerpu með því að smella á HD hnappinn á spilaranum.
Maggi.