Það er til ótrúlega mikið af "social networking" síðum á netinu. Ég nota nokkrar þeirra (eins og sjá má á linkunum hér til hægri á síðunni), en sú nýjasta sem ég hef prófað heitir Blip FM. Þar get ég sent inn ábendingar um tónlist sem mér þykir góð og þannig deilt tónlist með fólki sem langar að fylgjast með því. Til þess að sameina þessa sniðugu síðu og bloggið mitt setti ég spilara hér efst á síðuna með nýjustu færslunni frá mér. Þannig að ef þig langar að hlusta á lagið sem ég er að benda á, þá smelliru einfaldlega á "play" og svo getur þú hlustað á lagið svo lengi sem glugginn er opinn. Sniðugt, ekki satt? Til að sjá fleiri ábendingar frá mér þá smellir þú einfaldlega á Blip FM táknið vinstra megin við ábendingarnar.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum