Magga stjúpa kom svo í heimsókn á mánudaginn og við elduðum handa henni dýrindis rétt þótt við séum afskaplega miklir nýgræðingar í því að elda fyrir grænmetisætu. Takk fyrir skemmtilega heimsókn Magga! :)
Arndís hin ólétta kom svo í heimsókn til okkar í gær og verður fram á sunnudag. Við kíktum á Jensens Bøfhus (til að jafna okkur eftir allt grænmetið! Nei, ég segi svona) og Rakel joinaði okkur. Við sátum og spjölluðum fram að lokun, ég held ég hafi aldrei verið jafn lengi á Jensens! Skemmtilegt kvöld.
Um helgina verður svo haldið Bjórþróttamót hjá Bigga í Óðinsvéum, og það verður eflaust mjög skemmtilegt! Ég hlakka í það minnsta mikið til.
Í næstu viku hefst svo undirbúningur fyrir lokaprófið sem við þreytum 22. júní. Við komum svo heim á klakann 2. júlí. Engin Hróarskelda þetta árið, í fyrsta sinn í sjö ár.
Hér kemur að lokum stuttmyndin sem við gerðum fyrir lokaverkefnið okkar. Takk Jói og Rakel fyrir leikinn, og Ósk fyrir hjálpina við tökurnar. Við Christian vorum bara sáttir með afraksturinn þótt auðvitað hefði margt mátt fara betur. En þannig lærir maður. :)
Maggi.