Ísland er að vinna Noreg með tveimur mörkum þegar þetta er skrifað. Vonandi vinnum við þennan leik og komumst í undanúrslit! Það væri geggjað. Við Ósk fórum á leik um daginn, sáum Ísland - Austurríki hér í Linz. Það var virkilega gaman þrátt fyrir að hafa misst unnin leik úr höndunum á okkur á síðustu mínútunni. Það var samt gaman að sjá austurrísku áhorfendurna tryllast þegar boltinn lak í markið í lokin, þakið ætlaði að rifna af!
Þetta er ekki það eina sem við erum búin að gera undanfarið, við erum búin að vera ótrúlega iðin, bæði í skólanum og utan hans. Við fórum á skíði á eitt af flottustu skíðasvæðum Austurríkis. Vá hvað það var flott. Endalaust margar brekkur, kringum 40 lyftur, aldrei biðraðir, góður snjór og við fengum mjög gott veður. Það besta var þó eiginlega útsýnið, því hvert sem maður leit sá maður ótrúlega falleg fjöll og snævi þakta skóga. Þetta var ævintýri líkast. Því miður gátum við bara verið þarna einn dag. Ég væri mikið til í að fara í skíðaferðalag hingað einhverntíman seinna, og hitta þá austurrísku vini okkar í leiðinni.
Sama dag og við fórum á skíði var haldið Bad Taste partý í skólanum. Þemað þýddi að allir áttu að klæða sig eins asnalega og mögulegt var. Við Ósk höfðum keypt okkur föt sérstaklega fyrir partýið. Við eyddum þó ekki miklum pening því þetta voru ljótustu fötin sem við fundum á útsölu í H&M. Það var mjög gaman í partýinu þrátt fyrir að við höfum verið virkilega þreytt eftir skíða-ævintýri dagsins.
Við héldum líka partý, það fyrsta og síðasta sem við höldum hér í Hagenberg. Það var fyrir skiptinemana vini okkar og það var mjög vel heppnað. Við spiluðum og drukkum og spjölluðum og skemmtum okkur mjög vel. Þetta er mjög skemmtilegt fólk frá hinum ýmsu löndum hér í Evrópu. Vonandi eigum við eftir að hitta einhver þeirra aftur.
Það er margt annað búið að gerast en leikurinn er að byrja aftur og ég klára að segja frá síðar! ÁFRAM ÍSLAND! :D
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum