miðvikudagur, janúar 05, 2005

Heim eða að heiman?

Það fer allt eftir því hverig maður á það, allt er afstætt. Er ég að fara heim 10. janúar? Eða er ég að fara að heiman þann dag? Eða kannski bæði? Ætli það skipti ekki bara máli hvernig ég lít á það. Þegar ég kem aftur til Íslands næsta sumar gæti alveg verið að fjölskyldan mín væri flutt í nýtt hús og ég yrði að gista í gestaherberginu! Þá væri nú slæmt að vera gestur á eigin heimili. Ég held því að ég verði að segja að ég sé að fara heim tíunda janúar. Heim til Danmerkur. Heim til Kolding. Heim á Knud-Hansensvej. Home is where the heart is, sagði einhver. Og ég hlakka til að koma heim. Það er gott að búa í Danmörku.

Gleðilegt ár! Til allra ykkar sem ég er ekki búinn að hitta eða heyra í á nýja árinu. 2005. Tvöþúsundogfimm. Tveir núll núll fimm. Ætli það verði gefin út mynd með James Bond árið 2007? Þeir geta varla sleppt því frábæra tækifæri. Tveir núll núll sjö. Kannski verða tveir núll núll sjö í þeirri mynd í staðinn fyrir einn. Gæti fjallað um að Bond, James Bond, væri klónaður og Bond er bæði góði og vondi kallinn! Og maður vissi ekki hvor væri hvað. Myndin gæti heitið 2-007 og væri frumsýnd um allan heim tuttugasta júlí (20.07) klukkan 20.07. Ég myndi fara á þá mynd. Spurning hvort maður fari ekki bara að skrifa handritið!
Maggi.
blog comments powered by Disqus