Það eru tónleikar í Laugardalshöll þann 7. janúar sem ég held að séu alveg vel þess virði að sjá. Flytjendur eru meðal annara:
Ham, Damien Rice, Lisa Hannigan, Magga Stína, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Ghostigital, Damon Albarn og Egó.
Hvernig er hægt að missa af þessu!? Ég get það amk ekki og ég trúi að það séu fleiri sem eru sammála mér í því. Þess vegna verður það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna í fyrramálið að tryggja mér miða á þessa hátíð. Ég er strax farinn að hlakka til! :D Eins og það sé ekki nógu margt annað til að hlakka til! Það er gaman að þessu. Það er hægt að tryggja sér miða kl. tíu í fyrramálið (á íslenskum tíma) á midi.is. Sjáumst í Höllinni! ;)
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum