þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Það styttist í heimkomu

Þann 16. desember flýg ég heim og skv. útreikningum mínum eru bara tvær og hálf vika í það! Merkilegt alveg. Það er allt að skýrast í sambandi við San Francisco. Í gær frétti ég að ég fæ að vera tvo daga í viku hjá fyrirtæki sem heitir Elastic Creative. Þeir eru í grafískri hönnun, þrívíddarhönnun, vídjóvinnslu og ýmsu öðru. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og ég hlakka til að læra alveg helling á næstu önn. Aðra daga verð ég hjá Media Posse. Það er fyrirtækið sem David á sem kenndi okkur í haust. Þeir sem ég hef talað við segjast hafa lært meira á þessari önn í starfsnámi heldur en á hinum önnunum þremur til samans. Ég vona að það verði eins með okkur hin. :)

Ég, Elva, Lára og Camilla ætlum að búa saman í San Francisco. Við sóttum um íbúð um daginn og fengum jákvætt svar. Hún er á besta stað, kostar ekki mikið og lítur mjög vel út! Þannig að hún er næstum fullkomin. Eina vandamálið er að við erum fjögur en fólkið vill helst ekki hafa fleiri en þrjá í íbúðinni. Vonandi reddast það allt saman. Þetta er amk allt mjög spennandi. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus