Mugison kom til Kolding og spilaði á Pitstop á fimmtudaginn. Staðurinn var stappaður af Íslendingum og það var mikil stemmning. Hún náði hámarki þegar Mugi tók Fatlafól og þurfti bara að syngja fyrsta orðið í laginu því salurinn tók við og kláraði lagið. Frekar súrealískt að vera á tónleikum í Danmörku þar sem 75% af fólkinu eru Íslendingar. Jói og Kristjana komu ásamt fríðu föruneyti Horsens-búa og fóru með okkur á tónleikana. Ég held að þau hafi skemmt sér mjög vel þótt það hafi verið ansi þröngt um þau í stofunni á Munkegade þar sem þau sváfu.
Annars snúast allir dagar í kringum lokaverkefnið á þriðju önninni okkar í skólanum. Við stefnum á að klára það 15. desember þannig að það er eins gott að bretta upp ermarnar. Við erum að gera mjög spennandi verkefni, endurhanna útlitið á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Við fengum nær alveg frjálsar hendur með þetta verkefni og erum staðráðnir í að gera það vel og vera stoltir af útkomunni.
Fyrir þá sem ekki áttuði sig á því þá voru síðustu tvær færslurnar hér fyrir neðan tribute færslur til annarar bloggsíðu. Hún kallast The Dullest Blog in The World. Þar eru allar færslurnar álíka tilgangslausar en mér finnst þær mjög skemmtilegar. Hvet alla bloggara til að prófa að gera amk eina svona tilgangslausa færslu, það er nefnilega erfiðara en það sýnist. Að segja nokkrar setningar en gefa í rauninni ekki upp neinar upplýsingar um neitt. Sæl að sinni!
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum