Þá er síðasti skóladagurinn búinn! Eða svo gott sem. Í dag fengum við lokaverkefni annarinnar og nú tekur við fjögurra vikna törn í að klára það. Svo eru það jólin í lok Desember (svona fyrir ykkur sem voruð ekki alveg viss hvenær þau yrðu haldin þetta árið), og aftur út til Danmerkur til að taka próf. Í lok Janúar byrjar svo starfsnámið okkar.
Í fyrradag fékk ég þær fréttir að ég fengi að fara til San Fransisco! Þannig að ég ætla að sjálfsögðu að skella mér þangað í starfsnámið sem tekur tvo til þrjá mánuði. Það verður alveg frábært! Við erum næstum öll að fara, bestu vinirnir hérna í Kolding, þannig að við lærum bæði mikið á þessu og skemmtum okkur mjög vel! Það lítur amk út fyrir það.
Eftir San Fran fer ég svo aftur til Íslands til að vinna að lokaverkefninu mínu, því við missum íbúðina okkar hérna í Janúar. Í Júní þarf ég svo að fara aftur út til að taka próf og það er aldrei að vita nema maður skelli sér aftur á Hróarskeldu í leiðinni. ;) Svo ég haldi nú áfram að segja frá framtíðarplönum mínum þá eru ágætis líkur á því að ég flytji til Kaupmannahafnar næsta haust og haldi þar áfram í svipuðu námi og ég er í núna. Við strákarnir á Helligkorsgade erum allir að hugsa um þetta nám þannig að það er aldrei að vita nema við fáum okkur bara íbúð saman í Köben! Þannig að það er nóg að gerast, og spennandi ár framundan. :)
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum