Jæja, þá er iPoddinn minn langþráði kominn í hendur mínar. Ég fékk símhringingu frá TNT og skaust þangað uppeftir í strætó til að sækja hann svo ég gæti fengið hann fyrir Svíþjóðarferðina. Það var mikið strögl að komast að því af hverju hann vildi ekki spila vídjó til að byrja með, en ég fann lausn á því vandamáli að lokum. Í þessum töluðu orðum er ég að fylla hann af vídjóefni og tónlist fyrir ferðina! :D
Við leggum af stað í fyrramálið og komum aftur á laugardaginn. Við ætluðum að vera fram á sunnudag en við þurfum flest að vinna að því að koma Portfolio-inu okkar á netið fyrir mánudaginn svo við náum að sækja um í San Fransisco. Þannig að laugardagskvöldið og sunnudagurinn fara í það. Við erum níu manns að fara, en bara með átta miða á tónleikana. Vonandi reddast það þó þannig að allir geti séð sjóið. Það verður æðislegt að sjá SigurRós loksins aftur á tónleikum! Og nýji iPoddinn með í för! Þá sem langar að öfunda mig af þessum hlutum er frjálst að gera það. Stundum má maður monta sig. Og svo verð ég í annari sætaröð á tónleikunum, alveg ofaní hljómsveitinni, ekki spillir það fyrir! Og þetta er í alvöru tónleikahúsi, þannig að hljómburðurinn ætti að vera frábær! Oh, ég hlakka svo til. Víííí.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum