Ætli það sé ekki kominn tími til að maður láti nú eitthvað vita af sér! Í fréttum er það helst að ég ákvað að taka Einar Frey á orðinu og fjölga árlegum kveðjustundum mínum með því að koma heim til Íslands áður en ég fer til Bandaríkjanna. Ég kem heim á morgun, laugardag, og flýg til New York átta dögum seinna, þann 29. janúar. Ég og Lárelva ætlum að stoppa tvær nætur í New York bara til að spóka okkur um og fá smá tilfinningu fyrir borginni. Svo fljúgum við beint í hasarinn í San Francisco. Þar erum við komin með ódýra 150 m2 íbúð og verðum þar fjögur saman (Camilla bætist við). Við hlökkum mikið til og þetta verður eflaust mögnuð lífsreynsla.
Ég er búinn að taka tvö munnleg próf núna í janúar, annað var hóp-próf og hitt einstaklings. Við strákarnir, The Helligkorsgade Experience featuring Bjarni, stóðum okkur eins og hetjur og fengum tíu. Við erum mjög sáttir með þá einkunn og auðvitað ótrúlega stoltir af verkefninu okkar sem var svo flott að okkur langar að trúa að kennararnir hafi aldrei séð annan eins frágang á verkefni. Svo var 48 tíma próf sem var einstaklings. Það virkaði þannig að við fengum verkefni sem við höfðum 48 klst. til að leysa, og svo tveim dögum seinna áttum við að halda kynningu á því og svara spurningum um það og námsefnið. Ég fékk ellefu fyrir þetta próf sem er hæsta einkunn sem gefin er fyrir utan þrettán sem er örsjaldan gefin í þessum skala. Þannig að ég er mjög ánægður með það. :)
Helligkorsgade 14, 1. sal, er næstum orðin tóm! Við erum að leggja lokahönd á flutningana. Snorri og Þolli búnir að fylla heilan flutningabíl og eru á leiðinni með það útí Samskip í Árósum og við Ægir og Steinunn kærasta Þolla erum að taka til og þrífa. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég bloggaði núna! Fín afsökun til að taka sér smá pásu. ;) Sjáumst á Íslandi!
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum