föstudagur, febrúar 03, 2006

Moving day

Í gær hjálpuðum við David að flytja allt tæknidótið hans úr íbúðinni hans og niðrí sjónvarpsstúdíó sem hann er nýbyrjaður að leigja. Það var mikið verk, mikið drasl, og svo þurfti líka að þrífa og skipuleggja niðrí stúdíói. En þetta var líka bara gaman. Nóg af skemmtilegu fólki og allir duglegir við að taka til hendinni. Því miður þýddi þetta samt að við gerðum ekkert í íbúðinni okkar í dag. Eldhúsið er ennþá algjörlega vanhæft í að taka við nokkrum matvælum, allt skítugt og viðbjóðslegt. Það þarf að þrífa mikið og mála þar áður en eitthvað matarkyns fær að komast þar inn.

Í dag verður gerð ferð í IKEA og eitthvað af dóti keypt fyrir heimilið. Stelpurnar ætla að sjá um það því það er ekki pláss fyrir alla í bílnum hjá vinkonu Camillu, enda stór fjölskylda á þessu heimili. Ég ætla að reyna að þrífa og mála og koma mér betur fyrir hér og jafnvel rölta aðeins um hverfið og kynnast því. Fátt leiðinlegra en að uppgötva einhverja snilld sem er rétt hjá manni þegar maður er alveg að fara að flytja burt. Vonandi leikur lífið við ykkur sem eruð heima á klakanum þrátt fyrir að handboltinn hafi ekki gengið eins og best var á kosið. Adios! :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus