laugardagur, mars 04, 2006

Aaaand... Action!

Á morgun (lau) fer ég á tökustað auglýsingar til að hjálpa til. Shane, gaur sem vinnur hjá Elastic, bauð mér að koma og hjálpa til fyrir 50 dollara. Ég þáði það að sjálfsögðu, ekki fyrir peninginn, heldur að fá að fylgjast með og sjá hvernig svona production gengur fyrir sig. Þetta er auglýsing fyrir einhverja tösku fyrir krakka sem lítur út eins og bíll (eða það held ég amk, eitthvað álíka). Það verða ss krakkar í aðalhlutverkum í þessari auglýsingu. Annars veit ég mest lítið um hvernig þetta verður. Ég segi betur frá þegar þetta er búið. En það er gaman að fá tækifæri til að fylgjast með alvöru upptökum, sama hvað er verið að taka upp.

Það er allt fínt að frétta fyrir utan smá veikindi. Hálsinn á mér sem ég hélt að væri búinn að lagast tók uppá því að versna aftur, þannig að ég er búinn að hanga heima í mestallan dag til að laga þessa hálsbólgu svo ég komist í tökuna á morgun. Veðrið þessa vikuna er búið að vera frekar leiðinlegt eins og spáð hafði verið. Maður bíður spenntur eftir vorinu, en það er vonandi handan við hornið hérna hjá okkur í Californíu. Þið bíðið með vorið heima á Íslandi þar til ég kem heim í lok apríl. Það eru reyndar ekki nema tæpar átta vikur þangað til! Ótrúlegt að ég sé búinn að vera hérna úti í fimm vikur nú þegar. Mikið verður nú gott að komast heim. Hugurinn leitar þangað oft á dag. Af hverju er aldrei hægt að gera allt sem mann langar til í einu? Bless bless, og ekkert kex.
Maggi.
blog comments powered by Disqus