föstudagur, mars 10, 2006

Langþráð...

Eins og glöggir lesendur bloggsins míns þá hef ég ekki verið mjög duglegur að setja inn myndir sem ég hef tekið. Ein helsta ástæða þess er að ég týndi myndavélinni minni í apríl sl. Ég hef síðan þá leitað að verðugum arftaka Canon PowerShot G5 vélarinnar minnar og það var ekki fyrr en núna á mánudaginn sem ég fjárfesti loksins í nýrri myndavél. Hún heitir því mikilfenglega nafni Pentax *ist DL (nei ég veit ekki heldur hvað stjarnan þýðir) og er stafræn SLR vél, sú minnsta sinnar tegundar. Hún er líka frekar ódýr miðað við Canon vélar, en í mjög svipuðum gæðaflokki. Margir telja Pentax linsurnar meira að segja vera þær bestu á markaðnum. Ég hef undanfarna daga verið að leika mér að taka myndir og er mjög sáttur með arfta heittelskuðu G5 vélarinnar minnar.

Strax á mánudaginn, sama dag og ég keypti vélina, fann ég notað flass á netinu og ferðaðist langan spöl í lest (tæpan klukkutíma) í austur til að sækja það. Á þriðjudaginn fann ég svo ágæta linsu á eBay og pantaði hana og fæ hana eftir nokkra daga vonandi. Í gær (miðvikudag) fann ég svo linsu á netinu hjá manni sem á heima frekar langt frá borginni, en ég ákvað að skella mér, norður í þetta sinn, og kaupa af honum linsuna. Þegar ég kom þangað eftir rúma klukkutíma rútuferð þá var hann með þrjár linsur sem hann seldi mér fyrir spottprís. Það kom á daginn að ein þeirra var Canon, en það gerir lítið til, ég sel hana bara aftur og fæ eflaust hærra verð fyrir. Í dag keypti ég svo adaptor fyrir linsurnar mínar nýju því þær eru svo gamlar og með öðruvísi festingar en myndavélin mín getur tekið við. Þessi adaptor sem ég keypti þrusuvirkar og ég er búinn að vera að leika mér í dag og prófa mig áfram. Ein linsan sem ég keypti er strax komin í uppáhald. Hún er mjög góð í litlu ljósi, og getur líka tekið myndir með mjög litlu fókus svæði. En eigum við ekki að leyfa myndunum að tala? Hérna eru myndir frá síðustu dögum.
Magnús.
blog comments powered by Disqus