þriðjudagur, nóvember 07, 2006

8

Lífið gengur sinn vanagang hér í Kaupmannahöfn. Við förum í skólann, horfum á sjónvarpið, eldum, borðum, sofum, verslum, förum út á lífið, fáum gesti í heimsókn, heimsækjum aðra og svo framvegis. Okkur líður vel og allt gengur vel. Ætli ég geti ekki sagt að ef ég blogga ekki þá sé hægt að áætla að allt gangi vel og að við séum södd og sátt. :)

Skólinn gengur mjög vel þessa dagana. Lokaverkefnið er komið á betra skrið nú þegar fyrirlestrarnir eru að mestu búnir. Hópurinn minn er kominn nokkuð langt, við erum nærri því búnir að gera tölvuleikinn með allri forritun og grafík, tracking (sem ég er í) gengur mjög vel og kennarinn okkar átti ekki til orð í dag þegar hann sá hvernig okkur gekk. Það styttist í að hægt verði að spila leikinn og þá taka við prófanir til að gera hann sem bestan. Svo þurfum við auðvitað að skrifa skýrslu um allt sem við höfum gert og það merkilegasta sem við höfum lært á önninni. Við höfum núna um það bil sex vikur áður en við þurfum að skila inn verkefninu. Þá eru næstum því komin jól! Ótrúlegt en satt. Tíminn flýgur áfram á undraverðum hraða.

Mamma og Ægir gistu hjá okkur fyrir rúmri viku síðan. Við elduðum handa þeim og horfðum með þeim á bíómynd. Það var mjög gaman og ég vona að það hafi farið vel um fyrstu næturgesti okkar. Svo hittum við (ég og Ósk) ömmu Fjólu og Gilla frænda á sunnudagskvöldinu sömu helgi og fórum með þeim á dýrindis steikhús. Afi komst því miður ekki því hann fékk fyrir hjartað og þurfti að eyða mestallri ferðinni uppá spítala. Eftir matinn fórum við að heimsækja hann og hann var brattur að venju.

Gulli, Atli, Ásgeir og Valdi komu að heimsækja Stinna síðustu helgi og við buðum þeim í smá partý á laugardagskvöldið. Það var mjög gaman, og þemað var átta! (jább, talan 8). Það var vegna þess að um verslunarmannahelgina gerði Biggi þá uppgötvun að núna í nóvember yrði hann 8.888 daga gamall, og Ósk yrði 8.000 daga gömul á svipuðum tíma. Það þýðir líka að ég verð fljótlega 8.888 daga gamall því Biggi er bara tveimur vikum eldri en ég. Við hengdum upp áttur og spiluðum Flash-teiknimynd með fljúgandi áttum (sjá neðst í færslunni). Þetta var ansi vel heppnað og allir skemmtu sér vel. Á sunnudaginn fórum svo ég Biggi og Jói út að borða með strákunum og Stinna, og valdi Stinni staðinn Kalaset. Hann er líka svona svaka fínn, bæði veitingastaður og skemmtistaður. Maturinn er ódýr, en flottur og virkilega bragðgóður. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef borðað artí-fartí borgara eins og Valdi kallaði hann.

Jói kvartaði yfir því að færslurnar mínar væru of langar, þannig að ég er hættur. Í lokin ætla ég að koma með nokkrar óskráðar reglur sem allir ættu að kannast við.

Óskráðar reglur:

1.

2.

3.

4.

5.


Maggi.





blog comments powered by Disqus