föstudagur, nóvember 24, 2006

Juleklip

Ætli það séu ekki 10 ár síðan ég hef föndrað í skólanum, en það er einmitt á dagskrá í dag í skólanum mínum! Reyndar er það bara notað sem ágætis afsökun til að drekka bjór eftir erfiða viku, en maður verður nú að sýna lit og búa til í það minnsta einn músastiga. Þetta er nú samt bara létt upphitun fyrir djammið sem er á morgun. Þá verður haldið fyrsta skipulagða skóladjammið á önninni. Það er partý á skemmtistað niðri í bæ og þemað (því Danir eru mikið fyrir það að hafa þema) er umferðarljós! Jább, frekar skrítið þema en þetta er víst frekar algengt hér hjá Baununum. Það virkar þannig að þeir sem eru á föstu mæta í rauðum fötum, þeir sem eru á lausu í grænum, og þeir sem eru einhverstaðar mitt á milli mæta í gulu. Þetta er eflaust ágæt leið til að pússa saman einhleypingana hér í skólanum því afsökunin "Nei ég er á föstu..." virkar ekki alveg já fólki sem er grænt frá toppi til táar. Ég og Ósk mætum auðvitað rauðklædd og ég skarta rauða hárinu sem aðra daga. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus