Já það var sko heldur betur dramantík um daginn í krummaskurðinu. Þannig var mál með vexti að einn af leigjendunum í Penthousinu hefur misskilið þessi tvö orð frá barnæsku. Það eru nokkur ár síðan þetta með krummaskuðið kom uppá yfirborðið en það var nýleg að dramatíkin gerði vart við sig. Skrítið hvað maður tekur ekki eftir svona hlutum. Maður sér þessi orð nú sjaldan á blaði og það er ekki hægt að heyra mun í framburði.
Það hefur samt farið í taugarnar á mér misskilningur sem ég hef tekið eftir í nokkurn tíma. Það er þegar fólk víxlar orðunum 'fyrst' og 'víst' í samhenginu "Fyrst ég er að þessu þá get ég alveg eins gert hitt." Margir segja alltaf "Víst ég er að þessu þá get ég alveg eins gert hitt.". Ég hef minnst á þetta við nokkra og iðulega trúir fólk ekki að einhver segi þetta. En reynið að taka eftir þessu. Ef einhver sem þetta les segir 'víst' í staðinn fyrir 'fyrst', kommentaðu þá endilega! :p
Það er allt á fullu í prófalestri á þessum bænum. Ég er að læra fyrir stærðfræðipróf sem er á mánudaginn, og Ósk er að skrifa tvær ritgerðir sem hún á að skila núna á föstudaginn. Fyrsta prófið okkar, í forritun, sem var fyrir tæpri viku síðan gekk bara vel og við vorum sátt. Fáum einkunnirnar úr því síðar í mánuðinum.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum