Ég hef ekki verið mikið fyrir að strengja áramótaheit gegnum tíðina. Finnst það kjánalegt að mörgu leyti. Jújú, fínt að bæta sjálfan sig í hinu og þessu en þarf maður afsökun eins og áramót til þess?
Já, kannski þarf maður það. Maður notar allskonar hluti sem afsakanir til að hjálpa manni að bæta sig og af hverju ekki að nota áramótin? Ég ætla nú samt að byrja rólega í að strengja einhver heit. Ég ætla að bæta mig í hinu og þessu sem ég hef verið að hugsa um, en eina sem ég ætla að strengja heit um er að halda betur utanum fjármálin mín. Ég hef ekki verið nógu duglegur í því, og er pínu forvitinn hvert peningarnir mínir eru að fara.
Hátíðarnar hafa verið æði. Mikill matur, góður félagsskapur, afslöppun og svo meiri matur. En Adam var ekki lengi í Paradís. Nú er það bara prófalestur og próftaka út mánuðinn. Við höldum til DK 4. janúar og fyrsta prófið er daginn eftir. Fjögurra tíma skriflegt próf í forritun. Jább, skriflegt, s.s. með blað og blýant. Skrifa forrit án þessa að nota tölvu, það er bara eins og menn gerðu á miðöldum. En þetta er gert til að fólk svindli ekki og maður hlýtur að skilja það.
En eins og ég segi, nú er það bara próflestur þannig að ég hef engan tíma til að skrifa blogg! :) Vonandi eruði södd og sátt eftir hátíðarnar.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum