laugardagur, maí 26, 2007

Widget

Ég rakst á mjög skemmtilegt forrit í gær. Það heitir Dashcode og er það notað til að búa til Widgets á auðveldan hátt. Þeir sem eru makka-notendur þekkja þetta hugtak væntanlega vel en fyrir hina, þá eru þetta lítil forrit sem birtast á skjánum þegar maður kallar á Dashboard, sem er í öllum epla-tölvum.

Að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið og bjó mér til minn eigin Wdget sem sýnir öll nýjustu kommentin á blogginu mínu. Þannig að ég þarf ekki að opna bloggið mitt til að skoða kommentin heldur opna ég bara Dashboard og þar eru þau! Fyrir utan að þetta sparar tíma þá eru líka minni líkur á því að ég missi af kommenti ef einhver kommentar á eldri færslur. Svona lítur Widget-inn minn út:



Ég efast um að einhver sé svo mikil áhugamanneskja um bloggið mitt að þau langi í þennan Widget, en hey, af hverju ekki að leyfa ykkur makkafólki að prófa. :)

maggi.tk comments widget

Maggi.
blog comments powered by Disqus