miðvikudagur, maí 09, 2007

"Help, I'm in a nutshell!"

Ég var að lesa blogg hjá manni sem er mjög ósáttur við íslenskukunnáttu þeirra sem vinna hjá mbl.is. Ég er hættur að kippa mér upp við að þar komi fram stafsetningar- og málvillur því þær eru orðnar ansi algengar. En ég varð að röfla svolítið sjálfur um uppsetningu frétta hjá þeim. Þeir taka sig stundum til og setja neðst í fréttina stuttan texta með fyrirsögninni "Í hnotskurn". Maður hefði ætlað að það þýddi að fréttin væri endursögð í mjög stuttu máli fyrir þá sem vilja vita eitthvað um innihald hennar án þess að lesa hana alla. Maður hefði líka búist við því að sniðugra væri að hafa slíkan texta fyrir ofan fréttina svo maður reki ekki augun í þetta þegar maður er búinn að lesa fréttina. Þeir sem eru búnir að lesa alla fréttina ættu heldur ekki að þurfa að lesa hana "í hnotskurn" því þeir eru búnir með hana alla. En þetta er bara það sem mér finnst.

Þeim hjá mbl.is finnst greinilega að fréttin í hnotskurn þurfi ekki að innihalda eina einustu staðreynd sem kom fram í fréttinni heldur eingöngu nýjar staðreyndir. Sbr. þessi frétt:

Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík

Mér finnst þetta alveg fáránlegt. Vonandi átta þeir sig á þessu og breyta þessu fyrirkomulagi.

Í hnotskurn
- Stærsti fíll sem veiðst hefur var 12 tonn og 4.2 metrar á hæð.
- Lake Geneva er stærsta stöðuvatn í mið-Evrópu.
- Susie Hewer á heimsmetið í "að prjóna trefil á meðan maður hleypur maraþon". Trefillinn hennar var 1.2 metrar.


Maggi.
blog comments powered by Disqus