Mikið rosalega er erfitt að fá sig til að læra undir próf í svona hita. Hvað þá forritun sem er búin að vera hrikalega leiðinleg þessa önnina. Forritun getur verið fín, en þetta snýst allt um að búa til "diagrams" og skipuleggja sig og einhver leiðindi.
Í dag fórum við á Sound Days, þar sem einhverjir skólar og listamenn sýndu ýmis verk sem tengjast hljóði. Hópurinn hennar Óskar fór með lokaverkefnið sitt fyrir þessa önn sem snýst um að gera hljóð snertanlegt. Þau stálu senunni og fengu virkilega jákvæð viðbrögð hjá öllum, jafnt krökkum sem gamalreyndu fólki í hljóð-bransanum. Við fengum okkur líka ís og spiluðum Hacky Sack og höfðum það notalegt í skugganum. Frábær dagur. Þegar við komum heim gerði ég við hjólið mitt og við ætlum að hjóla í skólann á morgun í hitanum. Held að við verðum að taka fram sólvörnina. :)
Over and out!
Maggi.