Einkunnirnar á önninni voru líka í hærri kantinum í þetta skiptið, og var það mjög verðskuldað. Virkilega flott verkefni hjá öllum hópunum og allir mjög vel undirbúnir. Hér er vídjóið sem við bjuggum til um leikinn okkar sem við sýndum á prófinu. Það útskýrir í mjög grófum dráttum útá hvað verkefnið snýst.
Til að sýna ykkur hvað hinir voru að gera þá eru hér nokkrir linkar á verkefni samnemenda minna. Efsti liknkurinn er fyrir DigiBoard sem er verkefni hópsins hennar Óskar, sem var mjög vel heppnað. :)
- DigiBoard
- Deathmatch Chronicles
- Oculusia: Multi-touch gaming
Svo er það bara Hróarskelda eftir rétt rúma viku! Það er komið á hreint að við munum ekki borga neinn aðgang í þetta skiptið heldur vinna okkur fyrir miðanum með því að safna dósum fyrir gott málefni. Við þurfum að taka þrjár átta tíma vaktir og spörum þennan tæpa þrjátíu þúsund kall sem kostar inná hátíðna samkvæmt genginu í dag! Vonum nú bara að það rigni ekki eins og í fyrra. :)
Maggi.