Ég prófaði að elda sítrónukjúkling í fyrsta sinn í kvöld. Við fengum svo svakalega góðan kjúkling hjá Mandý og Franz um daginn að ég varð bara að prófa. Hann varð ekki eins góður hjá mér og hjá þeim en nokkuð góður var hann samt! Mæli með þessu. Leitið bara að "sítrónukjúklingur" á Google og þið fáið fullt af uppskriftum. Finnið eflaust eitthvað sem ykkur finnst hljóma vel. Ég gerði heilan kjúkling en auðvitað er hægt að gera kjúklingabita eða bringur. Mér finnst mjög gaman að elda kjúkling, og þá sérstaklega heilan kjúkling. Ég veit ekki af hverju, ætli ástæðan sé ekki einfaldlega að hann er oftast svo góður á bragðið! Svo er ekki verra að eiga afgangs kjöt og búa til eitthvað gott úr því. :)
Annars er ég einn í kotinu þessa dagana og það er óttalega skrítið eitthvað. Við Ósk erum vön að vera svo mikið saman að þetta eru mikil viðbrigði! Það verður eflaust minna einmannalegt þegar vinnuvikan hefst og ég mæti í skólann.
Magg1.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum