Ríó
Undanfarna daga hefur verkefnavinna tekið nær allan minn tíma og þess á milli hef ég bara ekki nennt að blogga um verkefnið því það er það eina í mínu lífi þessa dagana! Það gengur fínt og vonandi næst að klára það tveim dögum fyrir síðasta skiladag svo ég komist heim og missi ekki af einu helginni sem ég gæti átt heima fyrir jól.
Á morgun (fimmtudag) er einskonar kveðjupartý fyrir nemendur NoMA því allir fara til síns heima yfir jólin hvort sem það er á Íslandi, í Finnlandi, Færeyjum eða Svíþjóð. Það verður gott að geta tekið hugann aðeins af verkefninu og stefnir allt í gott partý.
Ég hef (augljóslega) ekki enn nennt að setja inn myndir frá helginni þegar við fórum til Köben en það hlýtur að gerast einn daginn. Sjaldgæft að mig grípi svona mikil bloggleti. En það er ekki leti hjá Hlyni og Jóhönnu því þau eru á flakkinu í S-Ameríku! Og Hlynur er farinn að blogga hérna! Kíkið endilega á hann. Það rifjar upp margar minningar frá Ríó að lesa þetta. Það er stórskemmtileg borg, ég á eflaust eftir að heimsækja hana aftur ef ég fæ einhverju um það ráðið. Kveðja,
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum