miðvikudagur, apríl 13, 2005

3ds max og Lego

Við erum farin að læra á þrívíddarforrit í skólanum. Það kom mér á óvart að það er tiltölulega einfalt að búa til hluti og láta þá hreyfast. Að vísu flækjast hlutirnir hratt ef maður vill búa til eitthvað meira og flóknara en maður verður þá bara að leggjast yfir þetta. Hérna geturu séð fyrsta verkefnið mitt sem ég gerði. Ef þú lætur vídjóklippuna lúppa þá sérðu þetta betur. Ég var mjög stoltur að geta gert þetta eftir tvær kennslustundir. Vatnið er að vísu pínu kjánalegt en við erum ekkert búin að læra að gera það ennþá! :)

Í dag fórum við til Billund að heimsækja höfuðstöðvar Lego. Þar lærðum við um fyrirtækið, hvernig það virkar (þó aðallega markaðsdeildina) og skoðuðum húsið, en þarna vinna 300 manns. Í næsta bæ við vinna 3000 manns í Lego verksmiðjunni, og allt í allt vinna 7000 manns fyrir Lego um allan heim! Þetta er ansi stórt fyrirtæki og það var gaman að forvitnast um hvernig það virkar. Þeir hafa átt í erfiðleikum undanfarið og vildu þeir meina að það væri vegna þess að þeir væru of mikið að vera í takt við tímann og gleymt því sem Lego snýst um, gömlu góðu kubbana. Þeir eru því komnir með svokallað "back-to-basics strategy" sem þýðir að þeir ætla að einbeita sér að einfaldleikanum aftur. Þetta virðist vera að ganga ágætlega hjá þeim og vonandi þurfum við því ekki að horfa framá að Lego fari á hausinn. Það væri mikil synd.
Maggi.
blog comments powered by Disqus