...tóku heldur betur vel á móti Bigga og Atla um síðustu helgi. Það gerðum við líka, ég, Jóhannes Bjarni og Kristjana, og eyddum við helginni saman bæði hér í Kolding og í Horsens þar sem Jói og Kristjana eiga heima.
Á fimmtudaginn fór ég til Þýskalands með Camillu, Láru, Elvu og Rósu í bílnum hennar Camillu. Ætlunin var að kaupa bjór handa strákunum og svo endaði það með því að allir keyptu sér hellings bjór og fullt af dóti. Ég keypti þrjá kassa af bjór á 100 kr. danskar og tólf hvítvínsflöskur fyrir sama verð! Það finnst mér hrikalega ódýrt. Það gerir 90 kr. íslenskar á flöskuna! Svo um kvöldið komu strákarnir og það var mögnuð móttöku-athöfn á lestarstöðinni. Við skelltum upp partýi fyrir strákana og fórum útá líifð. Mig langaði svo mikið að eiga myndir af kvöldinu með strákunum að ég asnaðist til að taka myndavélina mína með mér út á lífið. Til að gera langa sögu stutta er hún týnd og tröllum gefin. Svona er lífið. Enn er smá sjens að hún finnist en tel ég það ólíklegt. Ég hef aldrei þorað að taka myndavélina mína með á djammið því ég er hræddur um að týna henni, og svo núna í fyrsta sinn sem ég geri það þá hverfur hún. Kaldhæðni örlaganna. En ég get engum um kennt nema sjálfum mér og ég nenni ekki að vera fúll útaf þessu. Shit happens.
Á föstudeginum vöknuðum við á hádegi og drifum okkur niðrí bæ í góða veðrinu. Við fórum með nokkrum krökkum úr skólanum í Legeparken sem er eins og nafnið gefur til kynna Leik-garður hér í bæ. Þar eru leiktæki og bekkir og útigrill og svona, og við spiluðum Boccia og fórum í bílaleik og það var hörku stuð. Seinni partinn fórum við svo til Horsens og hittum fleiri íslenska kunningja okkar. Um kvöldið kíktum við út en vorum nú ekki lengi.
Á laugardeginum röltum við um Horsens og ég og Atli keyptum okkur skó! Seinni partinn fórum við svo aftur til Kolding og gerðum okkur tilbúin fyrir pönk-partý sem finnsku stelpurnar héldu. Að sjálfsögðu þýðir þemapartý að ég fer alla leið, og ég var algjör pönkari þetta kvöld með hárið sem gadda í allar áttir! Það var magnað og vakti mikla athygli niðrí bæ. Partýið og kvöldið allt var frábært.
Sunnudagurinn var svo rólegasti dagurinn enda vorum við búin að vera á fullu síðan strákarnir stigu útúr lestinni! Þó kíktum við seinni partinn niður að Koldinghus eftir að hafa borðað íslenskar SS pylsur og flatbrauð með hangikjöti! Og já ég gleymdi að minnast á það, á föstudeginum fengum við Jói og Kristjana hamborgaratilboð af Básnum sem strákarnir komu með!! Úff hvað það var gott! :D Flest þið sem þekkið mig ættuð að vita hvað ég elska það mikið. ;)
Um kvöldið fórum við fínt út að borða á veitingastað sem heitir Bone's og fengum okkur rif, nema Kristjana sem fékk sér Hot-Wings. Maturinn var algjört æði og við gátum vart talað um annað! Þvílík snilld! Ég mæli sko með þessum stað. Svo fífluðumst við eitthvað niðrí bæ því þetta var síðasta kvöldið og við vildum ekki fara strax heim. Tekin var önnur umferð í fótboltaspili og við lékum okkur með einnota myndavélina hans Atla eftir að filman var búin. Stun-Gun anyone? Svo var eitt atvik þar sem ónefndir menn, tjah, spældu Koldingbúa með strípihneigð sinni skulum við bara segja! Hahahaha, ég hélt ég yrði ekki eldri, ég gat ekki andað úr hlátri!
En helgin tók enda og eru allir sammála um það að hún var ekkert nema frábær. Við skemmtum okkur konunglega allan tímann og ég vill þakka krökkunum fyrir komuna! Endilega komið sem oftast. Og þið sem eigið eftir að heimsækja mig, þið ættuð bara að vita hvað það er gaman að koma í heimsókn til Kolding! Það er bara ein leið að komast að því hversu gaman það er. :)
Ég fékk myndirnar sem voru teknar á myndavélina hans Jóa og ég set eitthvað af þeim á netið. Því miður hurfu allar myndirnar sem voru teknar fyrsta kvöldið því Jói var ekki með sína vél þá og mín vél týndist eins og áður segir.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum