fimmtudagur, maí 19, 2005

Evróvisjón upphitun

Í kvöld verður hitað upp fyrir Evróvisjón og horft á forkeppnina þar sem Ísland og Noregur munu berjast um efsta sætið! Það er ég viss um. Það verður gaman að sjá hvernig Noregur mun standa sig, ég held þeir muni gera góða hluti því lagið þeirra er alveg frábært og sviðsframkoman líka. Ég tók mig til í gær og breytti öllu skipulagi í stofunni þannig að sem flestir geti horft á sjónvarpið. Ég þurfti að færa öll húsgögnin nema stóru hilluna! Og ég þreif nottla íbúðina í leiðinni. Bara passlega vel samt því hvað er gaman við að þrífa allt hátt og lágt og þurfa svo að þrífa allt aftur eftir partýið! Eða í þessu tilviki partýin, því ég verð bæði með upphitun í kvöld og svo svaka partý á laugardaginn. Það er alltaf skemmtilegra í Júróvisjón partýjum þegar Ísland stendur sig vel þannig að við sendum Selmu heillaóskir! Þetta verður gaman.
Maggi.
blog comments powered by Disqus