Pub Quiz kryddar skemmtilega uppá þriðjudagnana hér í Kolding. Þá safnast saman slatti af fólki á pöbbnum Knuds Garage og Jerry hinn írski heldur spurningakeppni. Vanalega eru kringum fimmtán lið sem taka þátt og flest þeirra eru fastagestir sem mæta alla þriðjudaga. Við höfum verið nokkuð dugleg við að mæta og oft gengið vel. Í síðustu viku var síðasta quiz apríl-mánaðar og í loka-quizinu eru veitt spes verðlaun, heildarárangur mánaðarins verðlaunaður og liðin sem hafa mætt allan mánuðinn eiga sjens á að vinna verðlaun (verðlaun lesist bjór). Við lentum í öðru sæti yfir mánuðinn (munaði bara einu stigi á okkur og sigurliðinu!) og fengum 250 kr. úttekt á barnum.
Í fyrradag skiptum við svo liðunum aðeins öðruvísi, stelpur á móti strákum af okkur vinunum sem mæta reglulega. Liðin okkar lentu í efstu tveimur sætunum hvorki meira né minna, við strákarnir fyrir ofan. Þannig að við erum komin með ágætt forskot á hin liðin og stefnt er á að vinna mánuðinn. :)
Af skólanum er það að frétta að lokaverkefni þessarar annar er byrjað, og snýst það um að hjálpa fyrirtæki við að færa viðskipti sín meira á netið. Við strákarnir sem gerðum Elvis verkefnið saman, ég, Starri, Haukur og Rúnar ákváðum að halda hópinn enda gekk mjög vel síðast. Annars fer líka mikill tími í að nýta góða veðrið, og það er búið að vera nóg af því undanfarna daga. Að vísu var þrumuveður tvo daga í röð núna nýlega og ég gat ekki sofið heila nótt útaf því. En það var nú bara hressandi. :)
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum