Já, ég kvaddi íbúðina okkar Rebekku í dag. Ég, Rebekka og Gústi fórum þangað í morgun og kláruðum að mála og skúruðum og svona. Ég á eftir að sakna þess að búa þarna, hverfið var mjög fínt og íbúðin alveg frábær. En til að líta á björtu hliðarnar þá spara ég pening með því að flytja þaðan og færist nær miðbænum og skólanum. Reyndar mun ég eflaust búa alveg niðrí miðbæ, á einni göngugötunni! Það er töluvert mikil breyting eftir að hafa átt heima í fjölskylduhverfi.
Það er æðislegt veður í Kolding og er búið að vera í nokkra daga. Í dag og á morgun er 25°C hiti og heiðskýrt. Það er lítið hægt að gera í þeim hita nema slappa af og borða ís. Sem er einmitt það sem ég er búinn að gera! Ég, Camilla, Bjarni og Raggi fórum og fengum okkur ís og kíktum að Koldinghus og spiluðum smá hacky sack og flatmöguðum í sólinni. Á morgun geng ég svo líklegast frá öllu á Munkegade og pakka og fer til Horsens. Það er búið að tala um að vera þar í einn eða tvo daga og fara svo til Árósa og gera eitthvað skemmtilegt fram að Hróarskeldu. Það er ekki laust við að það sé kominn mikill fiðringur í mann! Önnur hver hugsun snýst að einhverju leiti um hátíðina. Þetta verður svo gaman að það er bara fáránlegt! Jæja, ég er farinn að röfla um hvað er gaman á Keldunni þannig að það er kominn tími til að hætta þessu. Vonandi fer að koma sumar hjá ykkur sem eruð á Norðurlandi. Kveðja frá sólarlöndum,
Magnús.
P.s: HOLY CHICKEN!
Halló heimur!
Fyrir 2 árum