mánudagur, september 19, 2005

Allt að gerast á Helligkorsgade!

Það er ekki lognmollan á þessu heimili frekar en vanalega! Gestagangur alla daga, hér spila menn Halo og Mashed á X-Box tölvunni, Playstation 2 og Game Cube eru ekki langt undan, menn spila pílu og póker, bjóða í partý um helgar, og það er full stofa af fólki í verkefnavinnu hér flesta daga. Svona á þetta að vera! Manni finnst bara sorglegt að þetta er síðasta önnin okkar í Kolding og að við þurfum örugglega að segja upp íbúðinni núna í lok árs. Það er búið að tala um að flytja Helligkorsgade gengið eins og það leggur sig yfir til Köben, því allir virðast ætla að halda náminu áfram þar. Það verður ekki minni afþreyingarmiðstöð get ég lofað ykkur! Enda verður að vera nóg að gera heima hjá manni hér í Danmörku því ekki hefur maður bíl til að fara eitthvert í frítímanum. Maður nennir aldrei að taka strætó til að fara í bíó eða lestina til að fara útúr bænum nema það sé planað fyrirfram. Þannig að það er gott að það er svona mikil stemmning heima! :D
Maggi.
blog comments powered by Disqus