mánudagur, september 26, 2005

Neverending summer

Það ætlar engan enda að taka þetta sumar! Það var komið fínt veður hér í Danmörku í apríl og maí og þá byrjaði sumarið. Svo fékk ég smá forskot á íslenska sumarfríið með því að taka tvær vikur heima í upplestrarfríinu í júní. Svo kíkti ég út aftur og tók prófið mitt og átti góða viku í Horsens í æðislegu veðri og svo rúma viku á Hróarskeldu í einskærri gleði og góða veðrið hélst allan þann tíma. Svo fór ég heim til Íslands í fimm vikur (hið eiginlega sumarfrí) og skemmti mér mjög vel. Þegar ég kom aftur hingað út þá byrjaði loksins hið danska sumar því það hafði verið leiðinlegt veður á meðan ég var heima. Og það bólar ennþá ekkert á vetrinum! Það er upp undir tuttugu stiga hiti hér flesta daga, fer í það minnsta ekki undir 15 gráður, og nánast engin úrkoma. Þannig að þetta er eitt það lengta sumar sem ég hef upplifað verð ég að segja! :D

Ósk var svo skemmtileg að klukka mig, ég sem var að vonast til að ég myndi sleppa. En ég verð víst að taka þessu og segja fimm tilgangslausar staðreyndir um sjálfan mig. Ég ætla samt ekki að klukka neinn því ég er viss um að ég er einn af fáum bloggurum sem átti eftir að klukka. En já, here we go:

1. Uppáhalds (hversdags)maturinn minn í Danmörku er lasagna, og bara ein sérstök tegund af tilbúnu frosnu lasagna.

2. Ég er með kæk þegar ég tannbursta mig, þá hreyfi ég axlirnar.

3. Mér finnst skárra að sópa en ryksuga.

4. Ég geng alltaf í G-streng á þriðjudögum. (neeeeeeiiii... þetta er einkahúmor.)

4. Mér finnst einkahúmor yfirleitt besti húmorinn.

5. Í október þá er ég búinn að blogga samfleytt í þrjú ár, þrátt fyrir að hafa verið mis duglegur við það.

Og hana nú! Annars er helvíti góð saga með þennan G-strengs brandara, ég segi hana kannski hérna á blogginu við tækifæri ef ég fæ leyfi frá þeim sem á söguna. By the way, þá hef ég aldrei prófað G-streng, og þrátt fyrir að mottóið mitt sé "alltaf að prófa eitthvað nýtt" þá er þetta ekki eitt af því sem ég ætla að prófa.
Maggi.
blog comments powered by Disqus