Á fimmtudaginn fengu Ísak og Snorri þá hugdettu að skella sér til Þýskalands og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina, heldur leigðu þeir bara bíl og brunuðu yfir landamærin og ég fékk að fljóta með. Enginn smá bíll heldur, glænýr Peugeot 406. Eftir dúk og disk fundum við góða landamærabúð, því þrátt fyrir að það sé nóg af þeim á svæðinu þá er alveg hrikalega erfitt að finna þetta! Við troðfylltum kaggann af veigum handa okkur og fleirum og kíktum svo á McDonals og hlógum að Þjóðverjunum sem kunna enga ensku.
Í kvöld fórum við nokkur saman út að borða á Bones og ég fékk mér svaðalega steik! Öss hvað ég er saddur núna, en samt bara passlega. Síðast þegar ég fór þá valt ég útaf staðnum eftir rifin sem ég fékk mér. Sumir misstu sig aðeins í því að panta kartöflur og pöntuðu þrjár bakaðar kartöflur og franskar líka fyrir utan kjötið sem þau fengu, og pöntuðu líka fimm mismunandi tegundir af sósu! Þetta fær staðurinn fyrir að leyfa fólki að panta eins mikið af kartöflum og sósu eins og það vill án þess að borga meira. :) Í kvöld er það svo hittingur hér á Helligkorsgade og við ætlum að fá okkur öl og hafa það gott.
Maggi.
E.s: Ég gleymdi að setja titil á færsluna þannig að ég set hann bara aftast.
Germany and the Steak!
Halló heimur!
Fyrir 2 árum