sunnudagur, mars 18, 2007

Gáta

Mér datt í hug kjánaleg gáta í gær. Hún hljóðar svona:

Will heaven fix a knife for the tree to win?

Ég veit hún hljómar ekki einu sinni eins og gáta, en það er samt til lausn á henni.

Þetta tókst hjá mér! Að blogga einu sinni á dag í eina viku. Reyndar fylgdi svo vika þar á eftir sem ég bloggaði ekki neitt. Vá hvað tíminn er fljótur að líða! Það er alveg ótrúlegt. Það er miður mars, það eru að koma páskar! Ég skil bara ekkert í þessu.

Síðustu helgi fórum ég og Biggi til Horsens í afmælið hans Jóa. Það var vel heppnað, mikið af fólki og góð stemmning. Ég gaf Jóa dónapúðann í afmælisgjöf. Þeir sem fatta djókinn fatta hann, hinir fatta hann ekki.

Annars er lítið að frétta. Nóg að gera í skólanum og á öðrum vígstöðvum. Við erum farin að hjóla í skólann og það er komið vor! :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus