Pakkinn leit mjög vel út, professinal pakkningar ef svo má að orði komast. En þegar kom að því að lesa leiðbeiningarnar aftaná var augljóst að það hafði ekki mikið verið vandað til verks. Það fer eftir því í hvaða landi maður er hversu lengi maður á að sjóða grjónin.
Í Svíþjóð skulu þau sjóða í 15 mínútur og malla undir loki í 5 mínútur. Í Danmörku hinsvegar eiga grjónin að sjóða í 10 mínútur og svo heilar 10-15 mínútur undir loki. Norðmennirnir eru hinsvegar á því að grjónin eigi að sjóða í 15 mínútur og malla svo í 3-5 mínútur undir loki. Svo er pæling með aðra hluti eins og hvort það eigi að vera akkúrat 1/4 teskeið af salti eða bara um það bil. Þetta geta norrænu þjóðirnar ekki verið sammála um.
Ég sauð að lokum bara hrísgrjónin þar til mér fannst þau vera tilbúin.
Maggi.