In the glass house...
Í skólanum mínum er allt úr gleri. Einn "veggur" í hverri kennslustofu er úr gleri þannig að það sést inn í allar stofurnar úr tölvuverinu. Innan um allar stofurnar eru nefnilega tölvur til afnota fyrir nemendur margmiðlunardeildarinnar. Þetta er svokallað "opið lærdómsumhverfi". Það er svosem ágætt því þá týnir maður aldrei bekknum sínum. Ef maður veit ekki hvar maður á að vera (sem er oftar en ekki því stundaskráin breytist í hverri viku) þá getur maður bara kíkt inn í allar stofurnar og gáð hvort maður sjái ekki bekkinn sinn einhverstaðar. Þetta getur líka verið pirrandi því það er oft eitthvað fyrir utan stofuna sem fangar athygli manns og maður missir af einhverju sem kennarinn sagði.
Tölvukosturninn hérna mætti vera betri. Tölvurnar eru svosem ágætar en ég fæ hausverk í hvert skipti sem ég sit lengur en kortér við tölvuskjá hérna því þeir eru ekki nema 60 Hz og það er ekki nóg. Sumir koma með fartölvuna sína í skólann og tengjast við netið með því að stela netkapli úr einni af borðtölvunum í tölvuverinu. En þetta stendur allt saman til bóta. Það er að koma þráðlaust net í skólann (hefur maður heyrt amk) og ég er búinn að kaupa mér fartölvu! Já ég nennti þessu brasi ekki lengur og pantaði mér Inspiron 8600C vél á Dell.dk í fyrradag. Ég fæ hana senda í næstu viku. Svo fengum við nettengingu heim í gær, 2 MB, þráðlaust, ótakmarkað niðurhal bæði erlent og innlent. Ekki slæmt það, nema það að mér tókst ekki að setja það upp í gær og ætla því að fá einhvern tölvusnilling hérna í skólanum til að kíkja í heimsókn og redda þessu.
Það er allt gott að frétta. Ég fór í grillveislu á þriðjudaginn og það var mjög gaman, eiginlega of gaman því það endaði í einhverju skralli niður í bæ. Við lögðum undir okkur heilan bar og sungum hástöfum með gítarundirspili eins og Íslendingum er einum lagið. Á morgun er svo enn stærri grillveisla í einum af mörgum görðum bæjarins og það verður eflaust hátíð sem endist langt fram á næsta dag. Maður er því ekkert að drukkna í skólaverkefnum heldur man alveg eftir því að skemmta sér inná milli. Veðrið er líka búið að vera alveg frábært undanfarna daga og það spillir ekki fyrir.
Þegar ég fæ fartölvuna mína nýju flottu er ekkert því til fyrirstöðu að ég setji inn myndir, og þá verð ég töluvert oftar á MSN ef einhver þarf að ná í mig eða bara til að spjalla. Kveðja frá Danmörku,
Magnús.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum