Les Visiteurs
Það er allt að skýrast með heimsóknir á næstu vikum. Andrés, Biggi og Jómbi koma áttunda október og verða yfir helgina og Jómbi aðeins lengur líklegast. Svo kemur Svabbi til Köben helgina eftir það og maður kíkir kannski á hann. Þorlákur er svo að spá í að koma mánaðamótin okt-nóv. Sjálfur er ég að fara í heimsókn til Svíþjóðar að hitta Ceciliu og Lindu (sem ég og Biggi kynntumst í heimsreisunni) og ég býst við að ég fari á undan þessari heimsóknatörn, s.s. fyrstu helgina í október.
Annars gekk bara ágætlega hjá okkur í verkefnavinnunni í dag. Við erum komnir með þrusugóða hugmynd og ætlum að vinna mikið að því að hún verði að veruleika því það gæti reynst svolítið snúið. Vonandi heppnast það allt saman. Á morgun hittum við fólk frá B-Young og fáum að spyrja þau spjörunum úr.
Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég gæti ekki nýtt tenginguna mína sem skildi, sem sagt í að dánlóda gríðarlegu magni af þáttum og bíómyndum og tónlist, en það reddaðist allt í gær þegar ég var kynntur fyrir BitTorrent. Það er helvíti sniðugt og eflaust kol-ólöglegt forrit sem þrusuvirkar. Í gegnum það getur maður sótt allt ofantalið í miklu magni en fáir nota það heima því fæstir eru með ótakmarkað utanlandsdánlód. Híhíhí. Hmmm... Ætti maður að fara að flokka myndir til að setja á netið...
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum