Yosta and da G5!
Gústi vinur mig á Teglgårdsvej er alveg yfir sig hrifinn af myndavélinni minni og það er auðvitað skiljanlegt, hún er aðgjör snilld! Hún er búin að vera í heimsókn hérna hjá Gústa í rúma vikur og búið að taka á hana alveg fullt af flottum myndum. Drengurinn tók sig til og gerði vídjó með myndunum og setti á netið! Þannig að ég þarf ekkert að hafa fyrir því að setja myndir á netið! Jú ég geri það nú fljótlega líka en þangað til þá getiði skoðað þessi snilldar vídjó sem hann gerði.
Þetta er fyrsta partýið sem myndavélin mættti í og svo vorum við með eitthvað svaka kerta-session og tókum fullt af myndum af kertum! Gústi gerði líka vídjó með myndunum sem ég tók þegar ég fór á rúntinn á Ferrari! Svo var aftur partý í gær en þá tók einhver myndavélina mína og hún endaði í einhverju hommalegu partý í blokkinni hérna en ég náði að bjarga henni þaðan áður en við fórum niður í bæ sem betur fer! En nærri því helmingurinn af myndunum í síðasta vídjóinu er úr þessu partýi.
Allir að skoða þessi vídjó og það koma eflaust fleiri á síðuna hans Gústa fljótlega. Annars er allt gott að frétta! Við erum á leiðinni út að borða, fjórtán manns hvorki meira né minna! Svo byrjar nýtt verkefni á morgun í skólanum á morgun og ég hlakka mikið til að sjá nýja hópinn minn. Já alveg rétt, við fengum fína umsögn um síðasta verkefni, við vorum alveg ágætlega sátt við það bara. Kannski set ég afraksturinn á netið seinna, aldrei að vita. Kveðja úr Danaveldi,
Maggi!
Halló heimur!
Fyrir 2 árum