fimmtudagur, október 28, 2004


"I wanna be a Cowboy Baby!"
Kolding's Most Wanted!

Um helgina er hrekkjavaka og í tilefni af því verður mikið partýstand. Það verður svaka partý á Munkegade og þar sem allir að mæta í búningum sem gerir það auðvitað helmingi skemmtilegra! Og gettu hvað ég ætla að vera? Já þú gast þér rétt til, ég ætla að vera kúreki baby! Yeah! Við ætluðum nokkur saman að vera kúrekar, reyndar við öll sem erum saman í hóp í nýja verkefninu, en einhvernveginn fór það þannig að ég er einn eftir sem ætla að vera kúreki! En ég verð nú samt ekki í leiðinlegum félagsskap því Gústi ætlar að vera lögreglustjórinn (The Sherrif, ég ætla auðvitað að syngja "I shot the sherrif" allt kvöldið) og stelpurnar þrjár ætla allar að vera gleðikonur! Svona gamaldags gleðikonur sem voru á kránum í gamla daga að höstla kúrekana. Ekki veit ég af hverju það er svona eftirsótt starf, en þær taka sig amk mjög vel út í búningunum þannig að við strákarnir erum ekkert að kvarta! :D

Við fórum í Storcenter í dag og keyptum allskonar hluti sem passa við þessi hlutverk okkar og ef við verðum ekki langflottasti hópurinn í partýinu þá veit ég ekki hvað! Þetta verður eflaust rosalega gaman. Og ég ætla sko ekki að gleyma myndavélinni heima í þetta skiptið! Það verður tekið nóg af myndum! Og vonandi rata þær hérna inná síðuna fljótlega. :) Vonandi verður helgin ykkar allra skemmtileg og vonandi náiði að gleyma kuldanum þið sem eruð heima á elsku ískalda Fróni.
Maggi.
blog comments powered by Disqus