mánudagur, október 25, 2004


Sjálfsmynd
Today is the first day of the rest of my life... so yesterday was the last day of my life until then?

Ég sakna heimspekilegra pælinga. Ég var að frétta að Birna sem er með mér í bekk (og er gífurlega ákafur bloggari hérna) er skráð í heimspeki í H-skóla Íslands. Hún mætir að vísu frekar sjaldan í tíma því hún á heima í Danmörku. En mér fannst gaman í heimspeki. Ok, maður átti það til að sofna í tímum eða gleyma sér og horfa á skýin útum gluggann eða eitthvað álíka merkilegt og kennararnir gátu verið frekar leiðinlegir og talað við töfluna. En þeir gátu líka verið skemmtilegir og pælingarnar voru oftast virkilega áhugaverðar. Ég held að ég þurfi að fara að komast í einhverja djúsí bók um heimspeki.

Ég man hvað ég var fúll þegar ég skrifaði niður þvílíkar heimspekilegar pælingar sem að voru búnar að gerjast í hausnum á mér í nokkur ár en komst svo fljótlega að því að einhverjir gaurar höfðu stolið öllum hugmyndunum mínum fyrir mörg hundruð árum! Ég þoli ekki þegar það gerist. Kannski ætti ég að fínpússa þær eða byrja algjörlega á nýjum pælingum. Byrja frá grunni. Það lærði maður nú í þekkingarfræði. Það er ekki hægt að vita neitt nema að ná að skilgreina þekkingu. En vandamálið er það hefur engum tekist að skilgreina þekkingu! Þannig að í raun þá veit enginn neitt fyrir víst. Flestir halda eitthvað, og jafnvel telja sig vita suma hluti. En það er auðvitað barnalegt að halda því fram. Ég veit ekki neitt, þú veist ekki neitt, það veit enginn neitt. En það þýðir ekki að það megi ekki velta sér uppúr skemmtilegum heimspekilegum og jafnframt tilgangslausum pælingum.

Þetta ágæta blogg sem hefur snúist útí það sem það átti alls ekki að vera (sem er endalaust mal um það sem á daga mína drífur) var einmitt á hátindi sínum þegar ég var að bulla um heimspeki. Það fannst mér að minnsta kosti. Og ef ykkur fannst það ekki þá tek ég ekkert mark á því af því þið vitið ekkert hvort eð er. Vonandi tekst mér að standa við það sem ég ætla núna að leggja fram. Ég ætla að setja mér markmið. Að minnsta kosti ein innantóm, heimskuleg, grátbrosleg en á sama tíma stórskemmtileg færsla á viku um ekki neitt. Og hana nú! (sagði hænan og lagðist á bakið).
Magnús þenkjari.
blog comments powered by Disqus